Fötlunarfræði

Texti

Með rannsóknasetri í fötlunarfræðum skapast þverfaglegur vettvangur rannsókna á sviði fötlunarfræða en stofnunin er sú fyrsta á þessu fræðasviði hér á landi.

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum var formlega stofnað þann 3. mars 2006. Rannsóknasetrið starfar sem undirstofnun Félagsvísindastofnunar og nýtur góðs af þeirri miklu reynslu sem þar er til staðar. Forstöðumaður rannsóknasetursins er Rannveig Traustadóttir prófessor emerita og aðstoðar-forstöðumaður er Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor í fötlunarfræðum.

Fötlunarfræði nýtist á ýmsum sviðum samfélagsins. Þessi heimasíða kynnir samband fræðigreinarinnar við samtök, stjórnsýslu og einstaklinga samfélagsins.

Mynd
Image
Rosie the Riveter eftir Jönu Birtu- Stolt kona í litríkum hjólastól hnyppir handleggsvöðva