Háskóli Íslands

Helstu verkefni

Hér eru rakin nokkur af þeim verkefnum sem unnin eru á vegum fötlunarfræða og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Hér er um að ræða verkefni sem unnið er að nú eða eru í undirbúningi.

ANED

Evrópuverkefni - ANED - The Academic Network of European Disability experts - var stofnað af Evrópusambandinu í desember 2007. Verkefnið hófst árið 2008 og taka 30 Evrópuþjóðir þátt í því. Markmið ANED er safna upplýsingum sem lagðar eru til grundvallar stefnumótun sambandsins í málefnum fatlaðs fólks. Verkefninu er stýrt af Human European Consultancy í Hollandi og University of Leeds í Bretlandi og er Mark Priestley prófessor faglegur verkefnisstjóri.

ANED tengist rannsóknarsetrum í fötlunarfræði í hverju landi fyrir sig. Þar er farið yfrir ólík málefni og staða hvers lands sett fram í skýrslum sem aðgengilegar eru á netsvæði ANED. Rannsólknarsetur í fötlunarfræðum hefur tekið þátt í þessu verkefni og hafa Rannveig Traustadóttir og James G. Rice skilað skýrslum frá Íslandi um þau málefni sem unnið er að hverju sinni.

Á heimasíðu ANED er að finna mjög mikið af upplýsingum um málefni fatlaðs fólks sem eru flokkaðar eftir löndum eða málaflokkum.

Upplýsingar sem koma frá Íslandi

Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum.

Í lok janúar 2015 lauk stóru rannsóknaverkefni sem bar yfirskriftina Access to specialised victim support services for women with disabilities who have experienced violence (Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum). Auk rannsóknaseturs í fötlunarfræðum tóku þátt rannsóknastofnanir og háskólar í Austurríki, Englandi og Þýskalandi. Rannsóknin var styrkt af Daphne III áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,

Háskóli Íslands

Megináherslur verkefnisins voru að afla upplýsinga um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að félagasamtökum og stofnunum sem styðja brotaþola. Jafnframt var markmið með rannsókninni að vinna úr niðurstöðum hagnýtt efni sem nýst gæti við skipulag aðgerða í þágu fatlaðra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og bætt stuðning til þeirra. Því voru útbúin viðmið og grundvallaratriði er varða árangursríkan stuðning til fatlaðra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og tillögur að aðgerðum til að bæta stuðning.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is