Háskóli Íslands

Samstarfsverkefni Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum og félagasamtakanna Inclusion Czech Republic í Tékklandi

Frá apríl 2015 til mars 2016 tók rannsóknasetrið þátt í verkefni félagasamtakanna Inclusion Czech Republic sem kallaðist I see! Verkefnið miðaði að því að afla upplýsinga og stuðla að vitundarvakningu um kynlíf og kynverund kvenna með þroskahömlun í Tékklandi.

Þátttaka rannsóknasetursins fólst í því að vera í ráðgjafahlutverki og taka þátt í fræðslu um ofbeldi gegn konum með þroskahömlun. 

Á meðan á verkefninu stóð bjuggu Inclusion Czech Republic til fimm bæklinga á auðskildu máli sem fjölluðu um kynþroska kvenna, heimsóknir til kvensjúkdómalækna, kynlíf og sambönd, þungun og fæðingar og kynferðislegt ofbeldi. Einnig settu þau á laggirnar sjálfshjálparhópa og héldu stóra ráðstefnu í febrúar 2016. Á ráðstefnuna komu fyrir hönd rannsóknasetursins og héldu fyrirlestra þær Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Kristín Björnsdóttir sem starfar á menntavísindasviði. 

Inclusion Czech Republic fengu styrk fyrir verkefninu frá EES (evrópska efnahagssvæðinu).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is